Vídjó

Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um dularfulla konu sem sést hefur í fylgdarliði hins nýkrýnda einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Einhverjir hafa varpað fram þeirri kenningu að þetta sé Hyon Song-wol, fráskilin söngkona sem Kim litli mun hafa þekkt í mörg ár.

 

Hyon Song-wol er ein af mörgum söngkonunum sem troðið hefur upp með aðalpopphljómsveitinni í Norður-Kóreu, Pochonbo Electronic Ensemble. Lemúrinn hefur áður fjallað um þá ágætu sveit hér en þá var það söngkonan Li Kyung-​​suk sem söng með sveitinni.

 

Hérna að ofan er lag með Pochonbo og Hyon Song-wol, sósíalíski raunsæisslagarinn Mær á velættuðum hesti frá árinu 2005.

 

Textinn ku vera eitthvað á þessa leið:

 

Félagarnir í verksmiðjunni hlæja og segja

Nú, þeir líta á mig og segja

Ég er mær á velættuðum hesti 

Jafnvel eftir erfiðan vinnudag

hef ég ekki fengið nóg

Hæfileikar mínir eru sem eldingar

 

Þeir segja að ég sé mærin á velættuðum hesti

Í dag fór ég í vinnuna á undan öllum öðrum

Hvað haldiði, nafnið mitt var í dagblaðinu!

Á tímum sem við stökkvum af gleði

Þetta eru verðlaun veitt æskunni

Þeir segja að ég sé mærin á velættuðum hesti

 

Á tímum sköpunnar verkamannaflokksins

Hið ástkæra nýja nafn sem æsku minni var veitt

Hershöfðinginn mikli setti mig á velræktaðan hest 

Ég lifi til að dásama nafn hans