Tenrekar eru spendýrategund sem finna má á meginlandi Afríku og á Madagaskar. Þeim svipar mjög til broddgalta og snjáldurmúsa en eru þó skyldari fílum og sækúm. Tenrekar eru mjög fjölbreyttir, en sá sem hér sést er svokallaður röndóttur láglendistenrekur, sem aðeins býr á Madagaskar. Hann getur orðið allt að 19 cm langur, étur orma og maðka og býr í hópum allt að 15 dýra.