Vídjó

Hvað getur sameinað Arabaheiminn á þessum síðustu og verstu tímum? Jú, að sjálfsögðu aðeins arabísk útgáfa af hinu ódauðlega poppmeistaraverki We Are the World.

 

Þar var bandaríski pródúsentinn Quincy Jones sem stóð fyrir útgáfu góðgerðalagsins vinsæla We Are the World með Michael Jackson og fleirum árið 1985. Hann hefur nú endurtekið leikinn með laginu Tomorrow / Bokra, sem sungið er af einvalaliði frægra söngvara hvaðanæva úr Arabaheiminum.

 

Þar á meðal eru íraski stórsöngvarinn Kazem al Saher, egypski hjartaknúsarinn (og Mubarak-aðdáandinn) Tamer Hosny, Souad Massi frá Alsír, Latifa frá Túnis og fleiri. R&B-söngvarinn Akon er líka með af einhverjum ástæðum.

 

Þýðingu á texta lagsins á ensku má lesa hér.  Ágóði lagsins mun renna til barnatengdra góðgerðarmála.