Magnús Ólafsson (1862 – 1937) var brautryðjandi í ljósmyndun á Íslandi. Samkvæmt Borgarsögusafni var hann „ljósmyndari Reykjavíkur“, enda eru verk hans „kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur“. Ljósmyndir hans tilheyra almenningi því þær eru fallnar úr höfundarétti.

 

Löngu fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland var búið að undirbúa vandaða kynningu á landi og þjóð þar sem flakkað var landshorna á milli. Glærukynningar eru ef til vill eldri en nokkur gerir sér grein fyrir. Jafn gamlar og ljósmyndun virðist vera.

 

Fyrir nokkrum árum fundust 61 ljósmyndir Magnúsar frá 1925 sem taldar eru hafa verið notaðar af Jón Ófeigs­syni, þýsku­kenn­ara við Mennta­skól­ann í Reykja­vík, sem ferðaðist um Danmörku og Þýskaland 1924-25 og hélt fyrirlestra um Ísland. Þær fylgja hér á eftir. Ábendingar um efni myndanna eru velkomnar á lemurinn[hjá]lemurinn.is.

 

 

Íslandskort
Höfundur greinarinnar getur lítið sagt um þetta Íslandskort annað en að það virðist merkilega nákvæmt þrátt fyrir að vera um aldargamalt.

 

Innan úr Dómkirkjunni
Þessi ljósmynd tekin innan úr Dómkirkjunni sýnir fjórar veglegar ljósakrónur hanga úr loftinu. Yfir altarinu hangir altarismynd G. T. Wegeners, hirðmálara frá 1847, Upprisa Drottins. Eftirmyndir hennar eru víða í kirkjum landsins. Undir myndinni stendur: Svo sem Drottinn hefur uppvakið Krist svo mun hann oss uppvekia.Prédikunarstóll Dómkirkjunnar var hannaður af danska arkitektnum Lauritz Winstrups sem fékk það verkefni um miðja nítjándu öld að byggja við Dómkirkjuna. Á prédikunarstólinn er letrað: Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.

 

Mannfjöldi samankominn á Austurvelli
Dreginn að hún á þaki Alþingishússins, og sveipaður á svölum þess er Hvítbláinn, fáni Íslendinga um hálfrar aldar skeið frá lokum 19. aldar og fram að sjálfstæði árið 1944. Hvítbláinn var blár með breiðum hvítum kross.En hver talar og hvað er tilefnið? Gaman væri ef þú, lesandi góður, gætir fyllt í eyðurnar.

 

 

Tjörnin, Iðnó í fjarska
Horft yfir Vonarstræti og Kvosina í Reykjavík ofan úr turni slökkviliðsins við Tjarnargötu sem hét Brunastöð Reykjavíkur. Fremst eru hús á uppfyllingu út í Tjörnina, þar á meðal Bárubúð (Báran) sem Sjómannafélagið Báran lét reisa um aldamótin 1900 á uppfyllingu í norðvesturenda Tjarnarinnar þar sem Ráðhús Reykjavíkur stendur í dag. Um 1930 komst það í eigu KR sem notaði það sem íþróttahús. Á stríðsárunum hafði setuliðið bækistöð í Bárunni, en þá kom þar upp eldur og brann húsið til kaldra kola. (sjá hér)

 

 

Ljós og skuggi við Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn. Grandi?

 

 

Skemmtiferðaskipið RMS Franconia í júlí árið 1925
Horft til Reykjavíkurhafnar yfir hús við Ránargötu, Vesturgötu og Ægisgötu. Á millistríðsárunum ferðaðist efri-millistétt á Vesturlöndum um allan heim á skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskipið RMS Franconia var gert út á vegum Cunard-línunnar, sem er enn í rekstri. til Íslands. (sjá hér og hér)
 
Dagblöð á Íslandi áttu von á komu skipsins í júlí og fluttu fréttir af komu þess. (sjá hér & hér)

 

Stytta Ingólfs Arnarssonar
Stytta Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur gerð af Einari Jónssyni myndhöggvara, sem var á fyrri hluta 20. aldar svipuð listastjarna Íslands og Björk varð undir lok hennar. Þessi stytta var afhjúpuð þann 24. febrúar 1924.

 

Höggmyndin Útlagar eftir Einar Jónsson
Höggmyndin Útlagar eftir Einar Jónsson, sem var fyrst sýnt árið 1901. Sterk minni úr útilegumannasögur úr flokki íslenskra þjóðsagna, sem ef til vill eldast ekki svo vel, hinn sterki útskúfaði íslenski karlmaður og veikburða kona hans.

 

 

Þrjár íslenskar konur í peysufötum

 

Fiskur unninn
Fjórir menn, hver þeirra með flata húfu að breskum sið. Til hægri sést glytta tvö börn. Ekki er vitað hvar myndin er tekin.

 

Saltfiskur á Kirkjusandi
Að minnsta kosti tólf konur leggja saltfiskur til þurrkunar á Kirkjusandi á meðan tveir karlmenn, vel til fara, fylgjast með ásýndar.

 

Konur að þvo þvott í Laugardal
Þvottur í Laugardal var verk kvenna, bæði erfitt og jafnvel hættulegt. Á árunum 1894-1901 dóu þrjár konur eftir að hafa fallið í brennheitt vatnið. (sjá hér)

 

Maður ríður niður Almannagjá
Einsamall reiðmaður ríður niður Kárastaðastíg í gegnum Almannagjá á Þingvöllum. Kárastaðastígur var gerður ökufær um 1900 en var lokaður fyrir bílaumferð 1967. (sjá hér)

  

Útlínur tveggja einstaklinga við Hestagjá á Þingvöllum
Þingvellir – Hestagjá? Talið er að hestar hafi verið geymdir í Hestagjá.

 

Almannagjá á Þingvöllum
Enn Þingvellir, Hestagjá, Ármannsfell og Skjaldbreiður

 

Drekkingarhylur við Öxará á Þingvöllum

 

Fjórar konur í peysufötum á Þingvöllum
Er þetta við Nikulásargjá eða Flosagjá?

 

Röð bíla keyrir niður Kárastaðarstíg við Þingvelli
Mannfjöldi við Þingvellir og röð bíla með mönnum með skipstjórahúfur sem farþega. Hvað getur tilefnið verið? Ef myndin er tekin fyrir 1925 hlýtur hún engu að síður vera eftir Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907 því hún var farin til Þingvalla á hestbaki.

 

Horft yfir Þingvallakirkju

 

Fjórir menn á skíðum nálægt heitum hverum Hveradalir?

 

Dularfull mynd af fólki á dreif um svæðið. Hengilssvæðið?

 

 

Ölfusárbrú við Selfoss
Ölfusárbrú við Selfoss sem var vígð 1891. Þessi brú hrundi árið 1944 og var ný byggð í hennar stað.

 

Óþekkt staðsetning

 

Gullfoss

 

Geysir

 

Íslenskt burstaþorp í sveit
Tveir menn, báðir vel til fara, á hestbaki fyrir framan burstaþorp. Við hlið þeirra eru þrjár konur og hundur. Er þetta Hálsaþorp í Hamarsfirði?

 

Burstaþorp Laufás í Eyjafirði
Meira burstaþorp, Laufás, Eyjafirði sem að í núverandi mynd varð að mestu til við endurnýjun á tímum sr. Björns Halldórssonar sem var prestur og prófastur í Laufási á árunum 1853-1882. (sjá hér)

 

Óþekkt hús í íslenskri sveit
Óþekkt hús í íslenskri sveit, þetta hefur þó verið myndarlegt bæjarstæði, margar kýr á beit og yfir tugur manna á ljósmyndinni.

 

Óþekkt staðsetning
Mögulega Jökulsárlón?

 

Maður á hestbaki með hesta klyfjaða heybagga

 

Óþekkt staðsetning

 

Óþekkt staðsetning

 

Óþekkt staðsetning

 

Prestahnúkur, Skúlaskeið og Geitlandsjökull.

 

Hjálparfoss

Háifoss

Hekla

Markarfljót í Þórsmörk?

Virkjun og Hekla í bakgrunni

Fjaðrárgljúfur

Eggjatínsla, mögulega á Vestmannaeyjum

Skógarfoss

Fáskrúðsfjörður

Burstabær. Óþekkt staðsetning.

Reynisdrangar, Vík í Mýrdal. Teikning af björgunaraðgerðum.

Búlandstindur

Óþekkt staðsetning

Lagarfoss

Óþekkt staðsetning

Mývatn, Belgingur

Fnjóskárbrú

Hraunsvatn, Hraun í Öxardal

Horn, Hælavík

Óþekkt staðsetning

Snæfellsnes, Hellnar Arnarstapi

Óþekkt staðsetning

Óþekkt staðsetning

Hvítá, Hallmundarhraun, Strútur, Eirikssjökull

Hallmundarhraun, Eiríksgnípa

Ísdrangar