Árið 1969 gaf bandaríska forlagið Maecenas Press-Random House út hina klassísku barnabók Lewis Carroll, Ævintýri Lísu í Undralandi. Lísa í Undralandi hafði þá verið gefin út í ótal útgáfum síðan árið 1865, þegar hún kom út fyrst. Þessi útgáfa Maecenas Press-Random House var þó ólík flestum þeirra að því leiti að um myndskreytinguna sá einn frægasti listamaður samtímans, sjálfur súrréalistinn Salvador Dalí.

 

Dalí gerði tólf gvass-vatnslitamyndir, eina fyrir hvern kafla bókarinnar, og eina teikningu á titilblaðið. Einungis 2500 eintök voru prentuð af bókinni og í dag er hún mjög eftirsótt meðal safnara. Áhugasömum er bent á að eitt eintak er sem stendur til sölu á Amazon — verðið er 12.900 dollarar eða rúm ein og hálf milljón króna. En fyrir þá sem ekki hafa ráð á því birtum við hér allar myndskreytingar meistarans: