Í gamla daga, þegar ljósmyndatæknin var enn frekar frumstæð og óratíma tók að taka hverja mynd, ollu myndir af börnum ljósmyndurum stökustu vandræðum. Hvernig átti að fá barnaóbermin til að standa kyrr allan lýsingartíma ljósmyndarinnar?

 

Lausnin var auðvitað sú að láta mæður barnanna halda þeim föstum. En vildu mæðurnar ekki birtast sjálfar á ljósmyndinni földu þær sig undir dúk eða teppi — þannig að börnin eru ljósmynduð í fanginu á torkennilegri þúst eða með skuggalega kuflklædda veru yfir sér. Þetta fyrirbæri er kallað hin ósýnilega móðir, og hér eru nokkur dæmi: