Í persneska hetjukvæðinu Shahnameh (Konungabókin) segir meðal annars frá konunginum Kay Kavus. Hans helsta afrek á konungsstóli var að smíða flugvél. Flugvélin samanstóð af gullnu hásæti í hvert voru fest fjórar stangir. Á stöngunum dingluðu stærðarinnar kjötlæri. Sérþjálfaðir ernir voru síðan beislaðir við hásætið og þegar þeir svo reyndu að fljúga upp og glefsa í kjötlærin tókst hásætið á loft. Á þennan máta gat Kay Kavus flogið til Kína, en þegar þangað var komið voru ernirnir örmagna og fljúgandi hásætið brotlendi.