Ljósmynd þessi er frá öðrum áratug 20. aldar. Konurnar á myndinni gerðu hana á vegum Anti-Saloon League, bandarískra samtaka sem börðust fyrir því að áfengi yrði bannað þar í landi. Þessar siðprúðu dömur standa undir skilti með slagorðinu „Varir sem snerta áfengi munu ekki snerta okkar varir“.

 

Samtökin fengu sínu framgengt árið 1920 með átjándu viðbótinni við stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem kvað á um að áfengi skyldi með öllu bannað. Þessi tilraun til þess að bæta siðgæði Bandaríkjamanna mislukkaðist þó herfilega þar sem hún skapaði ógurlegan svartamarkað í höndum óprúttinna glæpamanna á borð við Al Capone. Ákvæðið var að lokum afnumið 1933 eftir árangurslausa þrettán ára baráttu laganna varða við áfengislosta þjóðarinnar.