Hlustið á Lemúrinn á Rás 1! Í tilefni af Airwaves-tónlistarhátíðinni grúskar Lemúrinn í reykfylltum kasettusjoppum á fjarlægum krummaskuðum og spilar ýmsa tóna. Perúsk chicha-tónlist úr Amasónskóginum og pönk, sýrlenski Íslandsvinurinn Ómar Súleiman og leiðarvísir í klósettþjálfun katta eftir djassgoðsögnina Charles Mingus.

 

Hlustið hér á þáttinn (mp3-​​skrá hjá hlað­varpi RÚV).

 

Lemúrinn er á hlaðvarpinu.

 

Umsjónarmenn eru Helgi Hrafn Guðmundsson og Vera Illugadóttir, lesari er Atli Freyr Steinþórsson.

 

Lemúrinn á vef RÚV.

 

Omar-Souleyman-Leh-Jani

Ómar Súleiman frá Sýrlandi. Hann hefur unnið með Björk og mætir á Airwaves.

cd-los-destellos-de-enrique-delgado-peru-cumbia-psych-andina-425-MPE3909875293_032013-F

Los Destellos, eða Glamparnir, var ein vinsælasta hljómsveit Perú á sjöunda áratugnum.