Nikulás II Rússakeisari, síðasti leiðtogi Rússneska keisaradæmisins, var fæddur árið 1868. Hann var af hreinræktuðu konungakyni, í föðurætt af kyni Romanov-ættarinnar og afi hans í móðurætt var Kristján IX Danakonungur. Náfrændi Nikulásar var Georg V Bretakonungur. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir voru þeir eins og spegilmyndir hvors annars. En örlög þeirra urðu mjög ólík. Nikulás var tekinn af lífi fimmtugur að aldri eftir að hafa misst öll völd til Leníns og félaga á meðan Georg náði að viðhalda konungdæminu í Bretlandi.

 

Ljósmyndirnar sem við sjáum hér voru teknar árið 1899 og sýna Nikulás bregða á leik með vinum og vandamönnum. Á efstu myndinni flýgur Rússakeisarinn á baki frænda síns Nikulásar prins í Grikklandi, sem stundum var kallaður „gríski Nikki“ til aðgreiningar frá tsarnum.

 

Frændurnir Nikulás II og Georg V.

Nikulás II var krýndur tsar, eða keisari og einvaldur allra Rússa, vorið 1896 eftir andlát föður síns, Alexanders III. Myndirnar sem við sjáum hér eru kannski táknrænar fyrir fyrstu árin í valdastólnum, því fáir bjuggust við að keisaradæmið hyrfi aðeins tæpum tveimur áratugum síðar. En um leið og tuttugasta öldin hófst var eins og svartur stormur skylli á.

 

Árið 1904 börðust Rússar við Japani, þar sem rússneska sjóhernum var eytt og árið 1914 hófst fyrri heimsstyrjöldin með þáttöku Rússa. Þessi ár voru ennfremur lituð af furðulegum atburðum, til dæmis ævintýrinu með Raspútín.

 

Hann ríkti til mars 1917 eftir að febrúarbyltingin í Rússlandi hafði svipt hann öllum völdum. Í kjölfar októberbyltingar bolsévika var Nikulás II tekinn af lífi ásamt konu sinni og börnum í Jekaterínburg í grennd við Úralfjöll.

 

 

 

Ingeborg Danaprinsessa grettir sig.

 

 

Keisarinn og danska prinsessan.