Árið er 1961 og Russell sést hér fyrir miðju, 89 ára gamall, skömmu áður en hann var hand­tekinn fyrir borg­ara­lega óhlýðni í mót­mælum gegn kjarn­orku­vopnakapphlaupi Kalda stríðsins.

Heimspekingurinn og rökfræðingurinn Bertrand Russell (1872–1970) var frægur fyrir skrif sín um málspeki, stjórnmál og undirstöður stærðfræðilegrar rökfræði — og svo fyrir baráttu sína í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar.

 

Russell varð ævagamall, lifði fram á 97 ára aldur, og var einn af fáum til þess að sitja í fangelsi fyrir að mótmæla bæði fyrri heimsstyrjöldinni og Víetnam-stríðinu.  Hann sendi frá sér yfir 80 bækur á lífsleiðinni og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1950.  Samantekt á skjölum Russells við McMaster-háskóla hefur leitt í ljós að hann skrifaði að meðaltali yfir þrjú þúsund orð á dag yfir áttatíu ára tímabil.

 

Russell reykti pípu frá unga aldri.  Hér að neðan sést brot úr viðtali frá 7. áratugnum þar sem Russell — þá rúmlega áttræður — segir frá því hvernig tóbaksreykingar björguðu lífi sínu.

 

Vídjó