Árið 1944 setti Coca-Cola í gang auglýsingaherferð sem sýndi bandaríska hermenn, bjargvætti heimsins, víða um heim með kók í hönd, í dýrlegum kolsýrðum fagnaði með innfæddum. Ísland var meðal landanna sem Kók tók fyrir. Hvernig á að brjóta ísinn á Íslandi segir auglýsingin, undir mynd af glöðum Íslendingum að skála í kók með amerískum dáta.

 

„Komdu sæll og blessaður [e. Come, be blessed and be happy], segir gestrisni Íslendingurinn þegar hann hittir aðkomumann. Það er hlýleg heilsa, en þó ekki vinalegri en heilsa bandarískra hermanna. „Fáðu þér kók“, segir dátinn, og það virkar jafnt í Reykjavík sem í Rochester.“

 

Hér eru fleiri auglýsingar úr herferðinni: