Bandaríski ljósmyndarinn Robert Cornelius var frumkvöðull í ljósmyndun á sínum tíma. Hér sést ljósmyndarinn með krosslagðar hendur og kæruleysislega hárgreiðslu á ljósmynd sem hann tók sjálfur. Er hann því jafnan talinn sá fyrsti í ljósmyndasögunni til að taka sjálfu, eða „selfie.“

 

Cornelius var sonur hollenskra innflytjenda og starfaði lengst af í fyrirtæki föður síns sem smíðaði og seldi lampa og lampaskerma. Hann fékk snemma áhuga á efnafræði sem hann nýtti sér ásamt kunnáttu sinni í silfursmíði til að gera myndavélar sem studdust við daguerre-framköllunaraðferðina.

 

Talverðan metnað þurfti til að taka þessa sjálfu sem sjá má að ofan en daguerre-aðferðin krafðist þess að viðfangsefni myndanna þurftu að vera algerlega hreyfingarlaus í 10 til 15 mínútur. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2016 voru teknar um 240 milljarðar af sjálfum samkvæmt tölum frá Google, eða rúmlega 190 sjálfur á hverri mínútu.

 

-via Retronaut.