„Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk gamanmynd um fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna, og vesalings eiginmanninn, sem auðvitað verður „The First Lady“.“

 

Þannig hljómaði auglýsing frá Hafnarbíói í blöðunum árið 1971. Gamanmyndin var Kisses for my President. Það voru ýkjur að myndin væri ný, því hún kom fyrst út árið 1964, en svo gerðust kaupin á eyrinni í bíómálum Íslendinga á þeim árum.

 

Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli á þessa leið: Konan Leslie McCloud (Polly Bergen) verður óvænt forseti Bandaríkjanna. Válynd veður eru í stjórnmálunum eins og oft vill verða og nýr forseti þarf að kljást annars vegar við forhertan öldungardeildarþingmann og hins vegar við rómanskamerískan einræðisherra sem leikinn er af Eli gamla Wallach.

 

Brot úr myndinni:

Vídjó

 

Þetta er allt hið óheppilegasta mál fyrir „vesalings“ Thad (Fred MacMurray), eiginmann forsetans og „forsetafrú“. Aumingja karlgarmurinn hefur ekkert fyrir stafni nema að hanga allan liðlangan daginn á þeim kvenlegu og bleiku vistarverum sem eiginkonum forsetans er jafnan látið í té í Hvíta húsinu. Sérstaklega er klósettherbergið kerlingarlegt. Til að toppa þessa „niðurlægjandi“ stöðu Thads skartar hann stundum kvenhatti.

 

Þrátt fyrir að Leslie reynist klók á forsetastóli – meðal annars sýnir hún mikla stjórnvisku við hinn suðræna einræðisherra – endar myndin með þeirri „lausn“ að hún verður ólétt. Hún verður auðvitað að láta af störfum í þessu karlræðissamfélagi sem Hollywood endurspeglar svona greinilega árið 1964.

 

AEJ-897_F__48087.1464982252.1280.1280

 

Hvað verður um „vesalings“ Bill ef Hillary Clinton verður næsti forseti Bandaríkjanna?!?!?

 

Vídjó

 

kisses-10