Reykjavík er í dag þekktur áfangastaður veisluglaðra ferðamanna. Erfitt er að meta hvenær höfuðborgin varð fræg djammborg. Það var þó löngu eftir þá daga þegar breskir hefðarmenn sigldu til Íslands á miðri nítjándu öld til að kynna sér náttúru landsins og þjóðmenningu.

 

Lemúrinn segir söguna af Dufferin lávarði sem lenti á blindafylleríi með æðsta leiðtoga Íslands og fór svo á flakk í Kollafirði. Þar fann hann „kanínur“ í þoku ölvunarinnar.

 

Umsjónarmenn eru Guttormur Þorsteinsson og Helgi Hrafn Guðmundsson.