„Ljóta hertogaynjan“ er frægasta málverk flæmska málarans Quentin Matsys en hann málaði verkið í kringum árið 1513. Verkið er illkvittnislegt og á að sýna ljóta konu sem enginn vill giftast. Hún heldur á litlu rauðu blómi, sem þá var tákn fyrir trúlofun. Sama andlit sést í nokkrum teikningum Leonardos da Vinci, sem var samtímamaður Matsys.

 

Ekki liggur ljóst fyrir hvor teiknaði andlitið fyrst og hvor hermdi svo eftir, en vitað er að málararnir skiptust á teikningum og bréfum. „Ljóta hertogaynjan“ hangir í National Gallery í London.

 

Ljóta konan sem da Vinci teiknaði er nauðalík þeirri flæmsku.

Ljóta konan sem da Vinci teiknaði er nauðalík þeirri flæmsku.

 

Breski læknirinn Michael Baum telur að fyrirsætan á myndinni hafi líklega þjáðst af Paget-sjúkdómnum, hinum þráláta beinsjúkdómi sem sumir telja að Egill Skallagrímsson hafi verið með.

 

Greinilegt er að John Tenniel, sem myndskreytti Lísu í Undralandi árið 1865, þekkti þetta málverk vel því hertogafrúin í sögunni er mjög lík ljótu hertogaynju Matsys.

 

1book20