Hér sést 442. herdeild Bandaríkjahers marsera eftir vegi í Norður-Frakklandi árið 1944 í síðari heimsstyrjöld. Allir hermenn þessarar herdeildar voru af japönsku bergi brotnu, en stríð geisaði þá milli Bandaríkjanna og Japan og fjölmargir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna voru á þessum tíma geymdir í fangabúðum. Æðstu ráðamenn í Bandaríkjaher gættu þess að senda þessa hermenn einungis á vesturvígstöðvarnar.