Um síðustu helgi safnaðist fjöldi fólks saman úti í eyðimörk Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, og fylgdust með gröfum og verkamönnum grafa upp gamlan urðunarstað fyrir sorp. Eftir langa mæðu birtust loks pp úr jörðinni birtust mörgþúsund gamlir tölvuleikjakassar. Fólkið fagnaði. Ein elsta mýta tölvuleikjaiðnaðarins hafði loksins verð sönnuð.

 

Að þessum gjörningi stóðu kvikmyndagerðarmenn sem nú vinna að heimildamynd um hinn fornfræga bandaríska tölvuleikjaframleiðanda Atari.

 

E.T., kvikmynd Steven Spielbergs um geimveruna viðkunnanlega, kom út árið 1982. Þetta var í árdaga tölvuleikjanna, en eftir velgengi myndarinnar hófust þó strax viðræður um að gera úr henni tölvuleik.

 

Atari, sem þá réði ráðum og ríkjum í bandaríska tölvuleikjabransanum, tryggði sér réttinn fyrir 25 milljónir dala, sem var gríðarlega há upphæð miðað við fyrri samninga af þessu tagi.

 

Miklir peningar voru í spilinu og samningaviðræðurnar tóku langan tíma — svo mjög að það var komið fram í miðjan júlí þegar loksins var hægt að hefjast handa við að búa til leikinn, en þá hafði Atari bara sex vikur til stefnu til að leikurinn næði í búðir fyrir jól.

 

Það virtist svo ómögulegt að einn fremsti leikjahönnuður Ataris neitaði að taka leikinn að sér, þar til honum var boðið ókeypis frí til Hawaii í kaupbæti.

 

Vídjó

 

Líklega var það vegna þessa æðibunu­gangs sem leikurinn tókst illa. Hann gengur út á að safna þremur pörtum úr geimsíma E.T. Partarnir eru faldir ofan í stórum gryfjum — sem af einhverjum ástæðum einkenna nú sögusvið kvikmyndarinnar.

 

Ef maður reynir að komast upp úr gryfjunum dettur maður jafnan ofan í þær aftur, og leikmaðurinn lendir þannig í óþolandi vítahring. Svo rosalega flýtti Atari sér við gerð leiksins að ekki gafst tími til að láta prófa hann almennilega.

 

Þrátt fyrir allt þetta voru Atari-menn svo vissir um að leikurinn myndi slá í gegn að þeir létu prenta fjögur milljón eintök strax í byrjun. En vinsældir E.T. dugðu skammt, og fljótt spurðist út að leikurinn væri ömurlegur. Jafnvel versti tölvuleikur sögunnar. Á endanum seldist einungis ein og hálf milljón.

 

Hinn mikli kostnaður við tölvuleikinn varð meðal annars til þess að Atari fór á hausinn ári síðar og dró með sér allan bandaríska tölvuleikjaiðnaðinn.

 

Sagan sagði að Atari hefði neyðst til að urða leikina sem ekki seldust í jörðu í Nýju Mexíkó, og nú hefur sá orðrómur loks verið sannaður. Í eyðimörkinni reyndust óteljandi eintök af E.T. og jafnvel af fleiri leikjum Atari sem ekki seldust. Leikjavefurinn Kotaku birti þessar myndir af vettvangi:

 

hflqweos0zxpxhjrxrk1

 

ohgvz9totlatfaviz2ij

 

tgsufze6n7o98edveocm

 

wawj84kze6na5ei62lxd

 

djilcudcart1vwt01dx4

 

e0iwifs6griwctyd3nbf

 

ordxylmkro3oruyfrepc

 

ovxfku5ingmtpx9wjidy

 

znoqfhi7e6mbparhwcib

 

en1zwffkwfscidgxavul

 

t9yu7hywtiqcmjphqngq

 

erq7x0vp9xcw7cpuxfoa

 

dk5hk49vjhwphyzmrxze

 

vf3zwyurp6ttdn5iyxon