Lemúrinn kynnir tvo nýja fídusa á vefnum, annars vegar LEMÚRSKORTIÐ og hins vegar TÍMALÍNUNA. Nýjungarnar gera gestum kleift að ferðast um Lemúrinn eftir heimshornum, öldum og áratugum. Við vonum að lesendur nýti sér þessar nýju aðferðir til þess að vafra um greinasafnið, sem geymir nú hátt í 1500 greinar.

 


 

Þú kemst í Lemúrskortið með því að smella á hnöttinn.

Þú kemst í Lemúrskortið með því að smella á hnöttinn efst til vinstri.

Lemúrskortið

Lemúrinn hefur farið um víðan völl gegnum árin. Á Lemúrskortinu geta menn flakkað heims­hornanna á milli.  Þar er hægt að smella á land til þess að fá upp tengdar greinar. Kortið er aðgengilegt með því að smella á hnöttinn efst í valblaðinu til vinstri.

 

 

Lemúrskortið - skjáskot

Lemúrskortið – skjáskot

 


 

Tímalína hjálp

Þú kemst í Tímalínuna með því að smella á tímaglasið efst til vinstri.

Tímalína Lemúrsins

Tímalína Lemúrsins geymir línurit sem sýnir dreifingu Lemúrsgreina eftir öldum og tímabilum. Það er svo hægt að smella á ártöl til þess að fá upp greinar frá viðkomandi tíma.

 

Lemúrinn er sannkallaður tímaflakkari þótt áherslan sé vissulega á þær aldir sem standa okkur nálægt í sögunni. Tímalínan er aðgengileg með því að smella á tímaglasið efst til vinstri í valblaðinu.

 

 

Tímalína Lemúrsins

Tímalína Lemúrsins