Þeir sem hafa horft á margar vísindaskáldsögumyndir kannast kannski við bandaríska leikstjórann John Carpenter. Hann hefur gert fjölmargar skrímsla- og hryllingsmyndir. En þekktasta verkið hans er líklega The Thing frá 1982, sem er mögnuð mynd um skelfilegt geimskrímsli á Suðurskautslandinu. En fyrsta mynd Carpenters hét Dark Star og er einskonar skopstæling á geimmyndum á borð við 2001: A Space Odyssey.

Vídjó

Dark Star var hræódýr en Carpenter var í skóla þegar hann gerði hana 1974. Sumar senur virðast teknar heima hjá einhverjum eða kannski út í bílskúr. Myndin fjallar um nokkra grútskítuga og kjánalega geimfara sem svífa um óravíðáttum himingeimsins og eyða óæskilegum plánetum eins og þeir kalla það.

Geimmyndir eru auðvitað margar fáránlegar og Dark Star sýnir rækilega fram á það. Skipstjórinn á geimfarinu er látinn en lifir samt áfram í frysti geimfarsins. Geimfararnir ráðfæra sig við líkið sem talar syfjulega við þá.

Gæludýrið um borð er furðuleg geimvera sem lítur út fyrir að vera uppblásinn strandbolti. Og svo framvegis. Handritshöfundur fyrstu Alien-myndarinnar, Dan O’Bannon, leikur einn geimfaranna. Sagt er að hann hafi fengið hugmyndina að þeirri mynd eftir senuna með geimverunni í Dark Star.

picture-4
Óþekk geimvera.

Geimfararnir hafa verið alltof lengi í geimnum, eru orðnir þreyttir og ruglaðir. Það versta er að klósettpappírsgeymslan í geimfarinu tortímdi sjálfri sér nokkrum árum áður. Dark Star varð smám saman vinsæl og rataði í kvikmyndahús víða um heim á áttunda áratugnum. Hún var sýnd í Laugarásbíó árið 1978. Kannski sáu einhverjir lesendur hana þar.

Carpenter er þekktur fyrir að semja sjálfur tónlistina í myndum sínum. Aðallag Dark Star heitir Benson, Arizona, í höfuðið á bandarísku krummaskuði sem ferðalangur í geimnum saknar. Hér er þetta lag:

Vídjó

1387555552_dark-star-06-g1
Sörfað í geimnum.
dark_star_xlg
dark_star6
Skipstjórinn sefur værum svefni.
dark star
Vísir, júní 1978.