Mynd þessi var tekin í Rukajärvi í Austur-Karelíu í nóvember 1942. Hún sýnir finnskan hermann taka sovéskan njósnara af lífi með byssu. Sovétmaðurinn hlær og mætir örlögum sínum með bros á vör. Hvað á maður annars til bragðs að taka á svona stundu?

 

Þess ber að geta að myndin er ekki úr Vetrarstríðinu, heldur frá þeim tíma er Finnland var gengið í lið með Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld — í framhaldsstríðinu svokallaða. Finnarnir tóku þá meðal annars þátt í umsátrinu um Leníngrad, sem kostaði um milljón sovéska borgara lífið. Af pólitískum ástæðum gerði Finnska varnarmálaráðuneytið myndir af aftökum frá þessum tíma ekki aðgengilegar almenningi fyrr en árið 2006.

 

Aftaka á njósnara

Hér sjáum við hermanninn skjóta.

 

Rússneskur njósnari liggur dauður

Rússneski njósnarinn liggur dauður. Mynd þessi var ekki gerð opinber almenningi fyrr en 2006, en fyrir það hafði hún verið hluti af lokuðu skjalasafni finnska ríkisins.