Þáttaröð um strandaglópa á dularfullri paradísareyju í Kyrrahafi sem finna yfirgefin hús og tilraunastofur? Nei, hér er ekki verið að tala um Lost.

 

Margir muna eftir nafninu Aaron Spelling. Það er kannski greypt í huga þeirra sem horfðu mikið á sjónvarp á tíunda áratugnum. Hann var framleiðandi Beverly Hills, 90210 sem nutu mikilla vinsælla upp úr 1990. Þættirnir skörtuðu dóttur hans Tori, sem nú um stundir sendir frá sér bækur í stríðum straumum með fjörugum titlum á borð við sTori Telling og Spelling It Like It Is. En það er nú allt önnur saga. Raunin var sú að Aaron Spelling var einn af helstu sjónvarpskóngum Bandaríkjanna, margfaldur milljarðamæringur, sem vann að geysilega mörgum vinsælum þáttaröðum frá því um 1960.

 

Veturinn 1969 til 1970 framleiddi Spelling þáttaröðina The New People. Og um hvað var hann?

 

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendir æskulýðsflokks til Suðausturasíu til að kynna land og þjóð. Krakkarnir gerast uppivöðslusamir, enda vinstrisinnaðir og ráðuneytið skipar þeim að koma heim strax. Farþegaþotan sem flytur unga fólkið heim brotlendir hins vegar á eyðieyju í suðurhluta Kyrrahafsins.

newpeople1 - Copy newpeople4 - Copy

 

Eyjan er tilraunastöð fyrir kjarnorkusprengingar og þar eru hús, full af vistum, en engin mannvera sjáanleg, bara gínur með gervifólki. Staðurinn líkist við gerviþorpinu Yucca, sem Lemúrinn hefur fjallað um. Allir farþegar þotunnar yfir 30 ára aldri eru látnir og því eru bara hressir unglingar í þessu nýja samfélagi sem myndast. Þáttaröðin var gerð á hátindi hinnar svokölluðu andmenningarbylgju í bandarísku samfélagi (counter-culture) og þegar stúdentar víða um heim börðust gegn íhaldssemi eldri kynslóða.

 

Þættirnir virðast líka vera nokkurs konar foreldri Lost-þáttana sem slógu rækilega í gegn fyrir nokkrum árum.

 

William Golding, sem skrifaði meistaraverkið Lord of the Flies árið 1954, er þá væntanlega afinn.

 

Leikararnir Richard Dreyfuss og Billy Dee Williams koma fyrir í The New People en Kenny Rogers & The First Edition samdi upphafsstefið.

 

Sýnishorn:

Vídjó

 

hqdefault

 

tiffanybolling10

 

via Dangerous Minds.