Árið 1864 var þrettán ára gamli munaðarleysinginn Robert McGee að ferðast vestur til Santa Fe í Bandaríkjunum ásamt stórum hópi landnema. Svo fór að vopnuðu fylgdarmennirnir drógust aftur úr vagnalestinni. Í vesturhluta Kansas réðust Sioux-indjánar á varnarlausu ferðalangana, sem voru snarlega yfirbugaðir og drepnir á staðnum — að McGee og einum öðrum dreng undanskildum.

Indjánar þessir voru undir forystu höfðingjans Litlu skjaldböku. Höfðinginn ákvað að drepa McGee sjálfur, skaut nokkrum örvum í bakið á honum og fláði svo höfuðleðrið af. Í kjölfarið var hann barinn og stunginn af hinum indjánunum, sem skildu hann eftir milli lífs og dauða.

Ótrúlegt en satt þá lifði McGee þessa skelfilegu meðferð af og fannst illa haldinn skömmu síðar af fylgdarliðinu. Hann jafnaði sig til fulls og lifði út ævina án höfuðleðurs. Hann sagði svo dagblaði sögu sína árið 1890, 26 árum síðar, en myndin að ofan var tekin af því tilefni.