Á Íslandi er maís tiltölulega vinsæl matvara, hvort heldur á stönglinum sjálfum eða niðursoðinn í dós. Maís sem fæst á Íslandi er yfirleitt gulur, og eru margir sem kalla maís jafnvel „gular baunir.“  Skiljanlega.

 

Það er hins vegar rétt að halda því til haga, og meira að segja dálítið fyndið, að maís er til í öllum regnbogans litum. Blár maís er til dæmis mjög vinsæll í mexíkóskri matreiðslu. Hann er nefndur eftir Hopi-ættbálki innfæddra ameríkana og kallast því réttu nafni Hopi-maís.

 

Magnað.

 

Hér má síðan sjá mynd af svokölluðum Jade-maís, eða Zea-maís. Hann er í alvörunni svona á litinn!

 

maize