Afmælisbarn dagsins, Whoopi Goldberg, var ein skærasta stjarna Hollywood í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Hún fékk óskarsverðlaun árið 1991 fyrir að leika loddarann Hattie Mae Brown í kvikmynni Ghost og ári síðar sló hún rækilega í gegn í hlutverki Deloris Van Cartier, sálarsöngkonu sem dulbjó sig sem nunnu í ærslafullu gamanmyndinni Sister Act.

 

Færri vita um Goldberg, að eitt sinn bjó hún Þýska alþýðulýðveldinu, í hinu sósíalíska Austur-Þýskalandi. Goldberg lagði þar stund á leiklist og leikhúsfræði á námsstyrk frá Sameiningarflokki sósílista, Sozialistische Einheitspartei Deutschlands. Goldberg var þrítug þegar hún eyddi heilu sumri í Austur-Berlín árið 1979. Hún endurtók síðan leikinn árin 1980 og 1981.

 

Alþýðuleikhúsið, Volksbühne, var, og er, eitt glæsilegasta leikhús Austur-Berlínar.

Alþýðuleikhúsið, Volksbühne, var, og er, eitt glæsilegasta leikhús Austur-Berlínar.

 

Austur-Þjóðverjar voru duglegir að bjóða efnaminni námsmönnum og listamönnum vestrænna ríkja til að dvelja við nám og störf en markmiðið var auðvitað að sýna þeim að allt væri í himnalagi fyrir austan tjald. Sem reyndist auðvitað hin mesta tálsýn.

 

Í raun er lítið vitað um heimsóknir Goldbergs til Austur-Þýskalands. Hún hefur sjálf verið treg til að ræða reynslu sína, enda hrædd um að hún verði stimpluð sem kommúnisti fyrir að hafa þegið styrki frá leppríki Sovétríkjanna sálugu. Hún hefur þó sagt að ætíð þegar hún ferðaðist austur á bóginn, hafi hún þurft að hlaða töskur sínar fullar af bönnuðum lúxusvörum (aðallega bókum) handa austur-þýskum listamönnum sem hún hafði kynnst.

 

 

Hin glæsilega Lýðveldishöll í Austur-Berlín, Palast der Republik, um það leyti sem Whoopi Goldberg bjó í Berlín.

Hin glæsilega Lýðveldishöll í Austur-Berlín, Palast der Republik, um það leyti sem Whoopi Goldberg bjó í Berlín.

 

Í þessum hræðilega fuglabjargs-„spjall“-þætti bandaríska háðfuglsins Bill Maher má heyra Goldberg ræða þessa reynslu (6.20).

 

Vídjó

 

Hér má að lokum heyra kór systranna í St. Katherine söfnuðinum rífa þakið af kirkjunni  með útgáfu sinni af laginu I Will Follow Him – undir leiðsögn Mary Clarance.

 

 

Vídjó