Tölvuleikurinn Communist Mutants from Space eða Stökkbreyttir kommúnistar frá geimnum, kom út árið 1982 á Atari 2600 leikjatölvunni.

 

Þar segir frá geimverum frá kommúnistaplánetunni Rooske sem ráðast á friðsælar og lýðræðislegar smáplánetur og breyta íbúum þeirra í „stökkbreytta kommúnista“. Einræðisherra kommúnistanna er furðuleg vera sem er sögð gengin af göflunum eftir áralangt þamb görótts og geislavirks vodka og er nefnd Móðurveran.

 

Vídjó

 

Til þess að vinna leikinn þurfa leikmenn að skjóta niður alla stökkbreyttu kommúnistanna og sigra Móðurveruna.

 

Árið 2000 var svo búinn til framhaldsleikur sem hét einfaldlega Stökkbreyttu kommúnistarnir frá geimnum snúa aftur. Hann kom reyndar aldrei út því hann hafði verið hannaður fyrir Dreamcast-tölvuna sem sama ár var tekin úr umferð. Leikurinn átti að gerast árið 3050, þegar vetrarbrautin væri enn að jafna sig eftir hið ægilega kaldastríð geimsins.

 

Kapítalistar reyna að endurbyggja geiminn eftir hrun Sambands stökkbreyttra sósíalískra reikistjarna. Geimkapítalistum verður hins vegar illa brugðið þegar kemur í ljós að hrun kommanna var aðeins gabb, þeir hafa falið sig og byggt upp mikinn her og við tekur hræðileg styrjöld.

 

communist_mutants_from_space_k7_5

 

584639_37600_back