Í september árið 2012 var lögreglan í Gautaborg kölluð að blokk í Bergsjön sem liggur í eystri hluta borgarinnar. Ástæða útkallsins var sú að ung kona hafði hleypt af skotvopni út um gluggann hjá sér. Þegar lögreglan braut sér leið inn í íbúð hennar blasti við hreint út sagt ótrúleg sjón.

 

Inni í íbúð Helenu, sem nú er betur þekkt sem „beinagrindarkonan“, fundust sjö höfuðkúpur, hryggur, handleggir, fótleggir og flest öll þau bein sem í mannslíkamanum má finna. Beinin lágu ýmist á glámbekk, ofan í kössum og í frystikistunni. Þá fannst mikið magn vopna í íbúðinni. Lögreglu þótti ljóst að Helena gekk ekki heil til skógar og hún var færð á réttargeðdeild.

 

Skärmavbild+2012-11-20+kl.+11.57.06

Hauskúpa kúrir með pandabirni. Mynd úr safni konunnar.

 

Saksóknari í Gautaborg ákærði konuna fyrir að raska ró látinna, vanvirða líkamsleifar kynferðislega og vopnalagabrot. Hún var einungis sakfelld fyrir tvö fyrrnefndu brotin. Helena var dæmd til skilorðisbundinnar refsingar og gert að sæta sálfræðimeðferð.

 

Við réttarhöldin sakaði saksóknarinn hana um að vera grafarræningi. „En þið hafið ekki fundið skóflu heima hjá mér, ég á ekki einu sinni skóflu,“ var svarið.

 

Helena sagði við blaðamann Dagens Nyheter að lögreglan hefði brotið alvarlega gegn henni og í raun og veru eyðilagt líf hennar. Hún viðurkenndi að vísu að hún hefði gerst brotleg gegn vopnalögum en annars væri verið að refsa henni fyrir að eiga áhugamál sem samræmist ekki venjum og hefðum samfélagsins. Hún hefði gríðarlegan á mannslíkamanum og hafði eytt hundruð þúsunda króna í bæði bækur og líkamshluta sem hún kvaðst hafa keypt í gegnum internetið.

 

Kvaðst Helena ekki haldin nekrófílíu (kynferðislegri löngun í lík) á neinn hátt en sagði þó að hún lifði mjög frjálslyndu kynlífi og að allir ættu rétt á að skapa sér sína eigin hamingju, svo lengi sem þeir særðu ekki aðra.

 

Helena reynir nú að snúa við þeim dómi sem gerði líkamsleifarnarnar upptækar og vill fá sínar „réttmætu“ eigur til baka.

 

Skärmavbild+2012-11-20+kl.+11.57.37

Bestu vinir?

 

skelett1

Tvær hauskúpur sem konan átti. Mynd: Sænska lögreglan.

 

skelett2

Mynd: Sænska lögreglan.

 

skelett3

Samtíningur í tupperwareboxi. Mynd: Sænska lögreglan.

 

skelett4

Vopnasafn konunnar. Mynd: Sænska lögreglan.

 

skelett5

Ludvigsson stillir sér upp með hauskúpu.

 

skelett7

Mynd: Sænska lögreglan.

 

Fylgist með okkur á Facebook: