Vídjó

Af tólf þáttum klassísku bresku gamanþáttaraðarinnar Fawlty Towers hefur öðrum þætti, sem ber heitið The Builders eða Iðnaðarmennirnir, verið lýst sem þeim versta. Eða með orðum aðalleikarans John Cleese, „minnst góða“ þætti seríunnar.

 

Það vakti þó furðu Cleese þegar þátturinn var tekinn upp árið 1975 hvað áhorfendur í upptökustúdíóinu virtust hlæja lítið. Þátturinn, sem fjallar um havarí sem hlýst af því að Basil Fawlty ræður til sín ódýra iðnaðarmenn, var þó ekki svo slæmur?

 

Það var ekki fyrr en síðar sem Cleese komst að því sem hann segir ástæðu hláturleysisins í áhorfendum. Stór hluti áhorfenda, sérstaklega á fyrstu bekkjum, voru sendinefnd íslenska Ríkisútvarpsins sem voru í heimsókn hjá BBC. Og Íslendingunum stökk víst ekki bros.

 

 

Cleese hefur sagt söguna af þessum leiðindaskörfum frá RÚV oftar en einu sinni og af og til bætt við að hann hafi fundið þorskfýluna leggja yfir stúdíóið á upptökudaginn.

 

Horfum á fleiri atriði úr The Builders, en allan þáttinn má einnig sjá hér.

 

Vídjó

 

Vídjó