Vídjó

 

Breski rithöfundurinn Arthur C. Clarke er þekktastur fyrir vísindaskáldsöguna sína 2001: A Space Odyssey, sem kom út árið 1968. Eins og titilinn gefur til kynna gerist sú bók í framtíðinni, árið 2001.

 

En í þessu sjónvarpsviðtali frá árinu 1964 spáir Clarke fyrir um hvernig samfélag mannanna verði eftir rúma fjóra áratugi, árið 2000.

 

Í framtíðarspá sinni beinir Clarke sjónum sínum að samskiptum, sem verða gjörbreytt árið 2000. Er þessi framtíðarsýn ekki í rauninni furðu sönn?
„Það verður mögulegt, kannski eftir bara fimmtíu ár, að eiga viðskipti frá Tahítí eða Balí jafn vel og frá London. […] Ég er grafalvarlegur þegar ég held því fram að einn daginn muni heilaskurðlæknar í Edinborg geta skorið upp sjúklinga á Nýja Sjálandi.“