Á þessari mynd sjáum við Adolf Hitler ásamt öðrum þýskum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann er lengst til hægri á myndinni.

 

Í desember 1916, þegar fyrri heimsstyrjöldin geisaði leitaði Adolf Hitler (1889-1945) bót meina sinna á sjúkrahús við Beelitz, skammt frá Berlin. Hann var þá ungur hermaður. Raunar má deila um þá fullyrðingu að Hitler hafi barist í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var sendiboði handan víglínunnar mikinn hluta stríðsins.

 

Hitler tók þátt í stórum, blóðugum orrustum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem mannfallið var gífurlegt. Honum var tvisvar sinnum veitt orða fyrir hugrekki, Járnkrossinn fyrsta og öðrum flokki. Hann tók þátt í orrustunni við Ypres í Belgíu haustið 1914 þar sem meira en 250 þúsund hermenn létu lífið. Þjóðverjarnir nefndu þessa orrustu Kindermord bei Ypern eða Slátrun hinna saklausu við Ypern vegna þess hversu mikið mannfall varð hjá ungum hermönnum.

 

Hitler var viðstaddur þegar yfir milljón hermenn létu lífið í orrustunni við Somme í Frakklandi seinni hluta árs 1916. Hann barðist einnig í orrustunni við Arras í Frakklandi vorið 1917 og í orrustunni við Passchendaele haustið 1917 í Belgíu þar sem að minnsta kosti hálf milljón manna létu lífið. Samanlagt mannfall í þessu átökum var því sjálfsagt yfir 2 milljónir og getur nærri að ógerningur sé að ímynda sér aðstæðurnar á þessum tíma.

 

Hitler særðist í október 1916, líklega í orrustunni við Somme, þegar hann fékk sprengjubrot í vinstra lærið (vinstri nárann segja sumir). Hann þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi við Beelitz, skammt frá Berlin. Það hefur verið þrálátur orðrómur um að Hitler hafi misst annað eistað sitt þá.

 

Sjúkrahúsið við Beelitz þar sem Hitler dvaldi 9. október til 1. desember 1916.

Sjúkrahúsið við Beelitz þar sem Hitler dvaldi 9. október til 1. desember 1916.

 

Adolf Hitler (efstu röð, annar frá hægri) ásamt öðrum vistmönnum á sjúkrahúsinu í Beelitz, veturinn 1916.

Adolf Hitler (efstu röð, annar frá hægri) ásamt öðrum vistmönnum á sjúkrahúsinu í Beelitz, veturinn 1916.

 

Stuttu eftir að Hitler útskrifaðist fór hann til Berlínar í fyrsta skiptið og heimsótti meðal annar Þjóðlistasafnið (Nationalgallerie) áður en hann hélt til Munchen. Frá Munchen skrifaði hann vini sínum Karl Lanzhammer (1896-1918) úr hernum póstkort, dagsett 19. desember 1916 í Munchen.

 

Póstkort frá Hitler

 

Á póstkortinu stendur:

 

Lieber Lanzhammer Bin nun in München beim Ersatz Btl. Stehe zur Zeit in zahnärztlicher Be- handlung. Melde mich übrigens soffort freiwillig ins Feld. Hrzl. Grüße A. Hitler

 

Sem þýðist eitthvað á þessa leið:

 

Kæri Lanzhammer. Ég er í München með varaliðssveit. Sem stendur er verið að framkvæma aðgerðir á tönnunum mínum. Mun gefa mig fram sem sjálfboðaliði á vígvöllinn við fyrsta tækifæri. Kærar kveðjur, Adolf Hitler.

 

 

Framhlið póstkortsins.

Framhlið póstkortsins.

 

Heimildir:

http://www.europeana1914-1918.eu/en/contributions/2543

http://www.bbc.co.uk/news/education-17908150

http://www.brandenburg-33.de/das-krankenzimmer-von-adolf-hitler-in-beelitz/

http://www.kingsacademy.com/mhodges/03_The-World-since-1900/06_Dictatorship/06b_Rise-of-Hitler.htm

http://www.hitlerpages.com/pagina101.html