Rússland á langa og merkilega teiknimyndagerðarhefð sem ekki hefur notið nægilegrar athygli á Vesturlöndum. Sovétríkin framleiddu ótal merkilegar teiknimyndir bæði fyrir börn og fullorðna sem sjást því miður sjaldan í dag.

 

En til allrar hamingju hefur internetið verið fundið upp, og Youtube-notandinn Eus347 hefur dælt þangað inn fjölda af sovéskum og rússneskum teiknimyndum með enskum texta. Þar kennir ýmissa grasa, frá barnamyndir til alvarlegra sci-fi-mynda fyrir fullorðna, og allt frá fyrstu árum Sovétríkjanna til Rússlands í dag.

Hægt er að skoða allt safnið hér en Lemúrinn tók einnig saman nokkur dæmi hér að neðan:

 

Vídjó

Kasjtanka. Mynd frá 1952 eftir Mikhail Tsekhanovsky. Byggt á smásögu eftir Anton Tsjekov.

 

Tíkin Kasjtanka týnist og er bjargað af ókunnugum manni. Maðurinn er trúður og þjálfar hana í sirkusbrögðum. En mun Kasjtanka nokkurn tímann sjá fyrri eigendur sína aftur?

 

Vídjó

Fjallaskarðið (Pereval). Mynd frá 1988 eftir Vladimir Tarasov. Byggt á samnefndri bók eftir vísindaskáldsöguhöfundinn Kir Bulychev.

 

Jarðneskt geimskip brotlendir á fjarlægri, snæviþaktri plánetu. Geimfararnir yfirgefa skipið vegna hættulegrar útgeislunar og setjast að á hinni hrjóstrugu plánetu. Mörgum árum síðar vilja börn geimfaranna komast aftur í geimskipið …

 

 

Vídjó

Dóttir sólarinnar (Doch solntsa). Mynd frá 1963 eftir Alexöndru Snezhko-Blotskaya, byggt á síberískri þjóðsögu.

 

 

Vídjó

Saga um vitlausa litla mús (Skazka o glupom mishonke). Mynd eftir Mikhail Tsekhanovsky, gerð í teiknimyndastúdíói Lenfilm í Leníngrad árið 1940. Tónlist eftir Dmitrí Sjostakóvitsj.