Loftsteinn hrapar til jarðar í snæviþakta eyðimörk Lapplands, nyrst í Svíþjóð. Bandarískir jarðfræðingar eru sendir af stað til þess að rannsaka málið, en uppgötva þegar á hólminn er komið að hluturinn sem féll til jarðar er ekki loftsteinn, heldur geimskip. Og úr geimskipinu stekkur risavaxið loðið geimskrímsli, sem ræðst á jarðfræðingana og hrifsar með sér kærustu eins þeirra. Jarðfræðingarnir og innfæddir samískir hreindýrahirðar snúa bökum saman og ákveða að ráðast gegn ófreskjunni.

 

 

Rymdinvansion i Lappland frá árinu 1959 er ein af fáum sænskum sci-fi-myndum. Leikstjóri hennar er Bandaríkjamaðurinn Virgil W. Vogel og með aðalhlutverk fara Barbara Wilson og Stan Gester. Vestanhafs er myndin þekkt undir ýmsum nöfnum, meðal annars Invasion of the Animal People og Horror in the Midnight Sun.

 

Kvikmyndin mælist almennt frekar illa fyrir og fær einungis einkunnina 3.8 á kvikmyndavefnum IMDb. En látið það ekki hræða ykkur frá þessari sænsku sci-fi- snilld. Horfið á alla myndina hér að neðan:

 

Vídjó