Vídjó

Í þessu stutta, hnitmiðaða og skemmtilega myndskeiði færir kvikmyndagerðarmaðurinn SG Collins rök fyrir því að geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefði aldrei getað sett tungllendingarnar á svið. Allmargir telja að Neil Armstrong og hinir mennirnir ellefu sem NASA sendi til tunglsins á árunum 1969-1972 hafi aldrei farið til fylgihnattarins okkar heldur hafi þessar svaðilfarir verið kvikmyndaðar í kvikmyndaverum.

 

En SG Collins segir að kvikmyndatæknin hafi einfaldlega ekki verið nógu góð á þessum árum til að setja þetta mikla sjónarspil á svið.

 

En hér fyrir neðan sjáum við Neil Armstrong elda pizzu á forsíðu Vikunnar í október 1969.