Árið 1996 hannaði pólski listamaðurinn Zbigniew Libera sjö Legó-sett sem sýna útrýmingarbúðir nasista.  Þrjú eintök voru gerð af settunum og var eitt þeirra selt Nýlistasafni Varsjár fyrir 55 þúsund evrur.  Verkið hefur síðan vakið sterk viðbrögð á sýningum víðs vegar um heiminn.

 

Yfirlit yfir fangabúðirnar.  Þær eru umluktar rafmagnsgirðingu og tveimur varðturnum.  Fangar ganga í gegnum hliðið.  Ekki mun þó standa þar ,,Arbeit macht frei“ líkt og í Auschwitz og Dachau.


 

Soltnir fangar bak við rafmagnsgirðingu. Fangarnir eru beinagrindur úr sjóræningja-legói.


 

Fangarnir — sonderkammando — látnir bera og grafa líkin. Fjöldagröf efst, og svo sjást líkofnar til vinstri.

 

Henging. Varðmenn leiða fanga.  Varðmennirnir eru úr löggu-legói, með kylfur og mótorhjólahjálma.


 

Viðbótarsett.  Þarna eru fangar tilraunadýr hjá lækni — Legó-Mengele?  Legó-Aribert-Heim? — eða að minnsta kosti fórnarlömb einhvers konar pyntingarmeistara.


 

Líkbrennslukofinn með skorsteinum.

 

Stafli af líkum og órakaður vörður.


 

Aukapakkar fyrir helfarar-legó.

 

Nánar má lesa um pólska listamanninn Zbigniew Libera á þessari síðu (enska).

 

Auk þess er hér ítarleg listræn greining á helfarar-legóinu, ásamt sögulegu samhengi þess (enska).