Myndskreytingar þessar eru úr bókinni Vore fædres liv: karakterer og skildringer fra sagatiden (ísl. Líf feðra okkar: Persónur og lýsingar frá söguöld), en bókin var samansafn af útdráttum úr Íslendingasögunum fyrir norskan almenning.

 

Bókin kom fyrst út í Bergen árið 1888 fyrir tilstilli norska fjölfræðingsins og kennarans Nordahls Rolfsen. Teikningarnar eru eftir norska myndlistamanninn Andreas Bloch, sem myndskreytti mikið af skandinavísku fræðsluefni á þessum tímum.

 

Njáls saga

Gunnar Hámundarson berst við Rangá.

 

Gunnar kynnist Hallgerði á þingi.

 

„Fögur er hlíðin“.

 

Þorgeir fær að kynnast atgeir Gunnars.

 

Kári Sölmundarson kemur Njálssonum til hjálpar.

 

Skarphéðinn vegur Þráin á ísnum. 

Ásgrímur mætir í veislu hja Snorra goða.

 

Barist á Alþingi.

 

 

 Gunnlaugs saga ormstungu

Gunnlaugs saga: ,,Ei skal haltr ganga meðan báðr fætr eru jafnlangr“.

 

 

Laxdæla saga

Guðrún Ósvífursdóttir og Halldór.

 

Kjartan sér Hrefnu, hyggur að henni vandlega og mælir: ,,Vel þykir mér þér sama moturinn Hrefna,“ segir hann, „ætla eg og að það sé best fallið að eg eigi allt saman, motur og mey.“

Bolli heldur um Kjartan er hann deyr af hans höndum.

 

Draugurinn birtist Guðrúnu Ósvífursdóttur.

 

 

Hrafnkels saga freysgoða

Hrafnkell freysgoði á hestbaki.

 

Lemúrinn minnir svo á að þessi tímalausu bókmenntaverk er alltaf hægt að lesa í Íslenska sagnagrunninum.

 

Uppfærsla 11/04/2014:  Greinin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu var ranglega sagt að Njálssynir hefðu verið skegglausir. Lemúrinn beðst velvirðingar.