Ronald Reagan Bandaríkjaforseti var vinur dýranna eins og annarra smælinga.

 

Á þessari fallegu ljósmynd frá árinu 1984 sést hann heilsa kumpánlega upp á fílsunga sem Richard Jayewardene, forseti Sri Lanka, Reagan á vinstri hönd, færði Bandaríkjunum að gjöf. Svo vildi til að fílar voru einkennisdýr bæði Repúblikanaflokks Reagans og UNP, flokks Jayewardene.

 

Fíllinn, sem bar nafnið Jayathu, var færður í Smithsonian-dýragarðinn í Washington, en dó því miður aðeins örfáum vikum eftir komuna.