„Myndin, sem þessi ljósmynd er af, vakti mjög mikla eftirtekt á sýningu Lofts [Guðmundssonar ljósmyndara]. Hún var gerð með sérkennilegum litum og merkilegum skiptum milli ljóss og skugga, sem minntu á Rembrandt.

 

Myndin seldist strax á eftir sýningunni. Hún sýnir elzta ljósmyndara á Íslandi, Daníel Daníelsson.“

Tímaritið Listviðir, 2. tbl. 1932.

 

Daníel starfaði meðal annars með Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndara og tók myndina hér af neðan af skemmdum eftir Suðurlandsskjálftann 1896, en margir telja að hún sé fyrsta íslenska frétttaljósmyndin.

 

Mynd: Daníel Daníelsson, 1896.