Skjalasafn New York-​​borgar hefur nýlega afsalað höf­und­ar­rétti á rúm­lega átta hundruð þúsund ljós­myndum sem sýna allar hliðar stór­borg­ar­innar á tutt­ug­ustu öld.

 

Lemúrinn birti örfáa gimsteina úr þessu safni í gær en hér birtast nokkrar frábærar ljósmyndir í viðbót.

 

Öllum er frjálst að skoða þetta gíf­ur­lega umfangs­mikla mynda­safn á heima­síðu skjala­safns­ins. Ljósmyndirnar sem hér birt­ast voru valdar af blaða­manni The Atlantic.

 

Smellið á mynd­irnar til að stækka þær.

New York í síðari heimsstyrjöldinni: Maður les dagblað á 6th Ave. og 40th St. Á forsíðunni stendur „Her nasista nú 75 mílum frá París“. 18. maí 1940. (AP Photo/NYC Municipal Archives)

 

Yankee Stadium, hafnaboltaliðið Yankees í miðjum leik. Mynd tekin einhvern tímann á árunum 1935-1947. (NYC Municipal Archives)

 

Loftmynd af Frelsisstyttunni í höfninni í New York, 27. janúar 1965.

 

Barnungir blaðasalar, jólin 1906. (Eugene de Salignac/NYC Municipal Archives

 

Hayden Planetarium í American Museum of Natural History. (NYC Municipal Archives)

 

Tveir hestar draga hreinsivagn. (NYC Municipal Archives)

 

Baðströndin á Coney Island, 1922.

 

Hjólafélag, 1894. (NYC Municipal Archives)

 

Verkamaður á Brooklyn Bridge, 19. nóvember 1928. (Eugene de Salignac/NYC Municipal Archives)

 

Manhattan í myrkri, ca. 1935-1941. (NYC Municipal Archives)

 

Snúrur, um 1935-1941. (NYC Municipal Archives)

 

Manhattan Bridge í smíðum. 1909. (Eugene de Salignac/NYC Municipal Archives)