Vídjó

Tónlist Súdans fer ekki jafn hátt í „heimstónlistar“-kreðsum á Vesturlöndum og tónlist annara ríkja í nágrenninu, líkt og Egyptalands og Eþíópíu. Súdan býr þó yfir mjög ríkulegri tónlistarmenningu, þar sem mætast afrískir og arabískir tónheimar, og súdönsk tónlist nýtur verðskuldaðra vinsælda víða í löndum Austur-Afríku.

 

Söngvarinn Mohammed Wardi var lengi ein skærasta stjarna súdanskrar tónlistar og einnig gríðarlega vinsæll í Sómalíu, Eþíópíu og víðar. Fjölmargir aðdáendur hans kölluðu hann „rödd Afríku“ eða „Faraóinn“. Hann var fæddur í norðurhluta Súdans árið 1932 og var af núbískum uppruna. Jafnframt tónlistinni var honum umhugað um verkalýðsbaráttu og pólitískir söngtextar komu honum ítrekað í kast við lögin. Hann fór í útlegð til Egyptalands þegar íslamistinn Omar al-Bashir tók völdin í Súdan árið 1989. Hann lést 18. febrúar síðastliðinn.

 

Myndböndin hér að ofan og neðan eru frá fjölsóttum tónleikum Wardis í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, árið 1994. Upptaka af tónleikunum er líka til á diski.

 

Vídjó