Um mánaðamótin héldu yfirvöld í Íran upp á að 33 ár voru liðin frá því að Khomeini ajatolla snéri aftur til landsins úr útlegð í Frakklandi. Þetta var 1. febrúar 1979 — tíu dögum síðar hrundi stjórn konungsins og íslamskt lýðveldi var stofnað með Khomeini í æðstu valdastöðu.

 

Endurkoma Khomeini var um borð í Boeing 747-þotu frá Air France. Milljónir stuðningsmanna hans tóku á móti honum á flugvellinum í Teheran og fögnuðu þegar flugstjórinn studdi hinn aldraða klerk niður tröppurnar út úr þotunni.

 

Til þess að halda upp á þennan tímamótadag ákvaðu yfirvöld að setja þessa hetjulegu endurkomu ajatollans á svið. Prúðbúnir hermenn stilltu sér upp á flugvellinum. Í hlutverki ajatollans: stórt útskorið pappaspjald með ásjónu hans, sem tveir alvarlegir hermenn báru á milli sín. Út úr flugvélinni og niður tröppurnar alveg eins og örlagadaginn 1979.

 

Þó var enginn ástríðufullur, fagnandi mannfjöldi á flugvellinum í þetta skiptið — einungs raðir af stífum hermönnum tóku á móti pappaspjaldinu. Það segir hugsanlega eitthvað um vinsældir klerkastjórnarinnar nú 30 árum seinna.

 

Íranska fréttastofan Mehr var á staðnum og tók þessar myndir af hinni háalvarlegu athöfn:

 

 

 

 

 

 

 

Ferð ajatollans hélt áfram um borð í jeppa, þar sem í farþegasætinu sat annað pappaspjald:

 

 

 

 

 

 

Óprúttnum aðilum á internetinu hefur af einhverjum ástæðum þótt þetta spaugilegt og tekið upp á að fótósjoppa hinn hið heilaga pappaspjald:

Meira glens á Cardboard Khomeini.  Missið ekki af umfjöllun Lemúrsins um tryllingslega jarðarför Khomeinis.