Ein helsta hetja bandarískrar „indí-tónlistar“ er upptökustjórinn Steve Albini. Hefur hann liðsinnt hljómsveitum og listamönnum á borð við Nirvana, The Breeders, Godspeed You! Black Emperor, Robert Plant, The Stooges, Mogwai, Pixies, PJ Harvey og The Wedding Present auk fjölda annarra stærri og minni spámanna. Plöturnar sem Albini hefur komið að með einum eða öðrum hætti telja hátt í 2000, þó hann hafi í raun ekki nákvæma tölu á þeim sjálfur.

 

En hvers vegna er Albini til umfjöllunar hér? Jú, þessi mikli snillingur lætur sér ekki nægja að láta verkin tala í hljóðverinu, hann heldur einnig úti einu athyglisverðasta og besta matarbloggi sem fyrirfinnst.

 

Pönnusteiktur ananas, vafinn í parmaskinku, með li hing mui.

 

Albini, sem verður fimmtugur á árinu, hóf feril sinn í tónlistarbransanum sem rokkskríbent áður en hann gerðist sjálfur atvinnutónlistarmaður og upptökustjóri. Varð hann fljótlega virtur sem slíkur en hann þótti hafa sérstaka rödd sem dró aldrei neitt undan – var sum sé (og er enn) viss í sinni sök um hvað væri gott, og hvað væri vont.

 

Slík smekkvísi er auðvitað besta einkenni góðra matgæðinga. Albini er, óumdeilanlega, smekkmaður.

 

Þann 20. desember síðastliðinn var Albini tekinn tali af blaðamanni íslenska veftímaritsins og tónlistarsíðunnar Gogoyoko. Blaðamaður gat ekki stillt sig um að spyrja Albini nánar út í matarbloggið:

 

The cooking blog is a document of the food I make for my wife Heather. It started because she was taking pictures of her dinners and posting them on Facebook, and there got to be a lot of them so eventually she collected them on a blog. It’s not a serious pursuit, although I enjoy it and hope other people get something out of it. The food is simple, the sort of thing anybody could do, but it’s important to me and to our relationship, so I enjoy writing about it.

 

Eins og Albini segir þá eru réttir hans á færi flestra, en matargerðin er undir frönskum, ítölskum og asískum áhrifum – oftar en ekki í svokölluðum „fusion“ stíl. Þvílíkur snillingur!

 

Hér má að lokum heyra eina af afurðunum sem Albini átti þátt í að skapa, meistaraverk með mormónunum í Low.

 

Vídjó