Vídjó

Sahelsounds er frábær bloggsíða Christophers Kirkley, Bandaríkjamanns sem stundar rannsóknir á tónlist í Malí, Níger og öðrum löndum sahel-svæðisins í Vestur-Afríku. Meðal þess sem hann dundar sér við er að skiptast á farsíma-minniskortum með tónlist við innfædda.

 

Kirkley hefur gefið út tvö mixteip með lögum sem hann varð sér úti með þessum hætti. Music From Saharan Cellphones Vol. 1 og Music From Saharan Cellphones Vol. 2. Öll lögin eru fengin frá íbúum í bænum Kidal í norðausturhluta Malí. En tónlistin á spólunum er allavegana: hipphopp, eyðimerkurblús, Polisario-baráttusöngvar, coupé-décalé danstónlist, autotune-að popp og svo framvegis.