Vídjó

 

Hryllingsmyndin Monkey Shines sem hrollvekjumeistarinn George A. Romero gerði árið 1988 er ólík frægustu myndum hans (Night of the Living Dead og Dawn of the Dead) því í henni var ekki sagt frá uppvakningum.

 

Myndin fjallar um íþróttamanninn Alan Mann sem lamast í hörmulegu slysi og er fastur í hjólastól.

 

Vinur Alans er vísindamaður sem gerir tilraunir á öpum með því að sprauta mennskum heilaslettum í höfuð þeirra. Hann gefur Mann einn þessara apa í þeirri von að apinn geti starfað sem heimilishjálp.

 

Þetta endar að sjálfsögðu með ósköpum.

 

Lamaði maðurinn og vondi apinn á meðan allt lék í lyndi.

Lamaði maðurinn og vondi apinn á meðan allt lék í lyndi.