Buxnafretta (e. ferret legging eða ferret-down-trousers) er íþrótt sem naut vinsælda í Englandi á áttunda áratug síðustu aldar, sérstaklega meðal námuverkamanna í Yorkshire. Reglur eru einfaldar, buxnafretta gengur einungis út á að stinga tveimur lifandi frettum í hvora buxnaskálm og hafa þær þar svo eins lengi og maður heldur út.

 

Aðeins karlmenn iðka buxnafrettu og mega keppendur ekki vera í nærbuxum meðan á keppni stendur. Æskilegt þykir einnig að keppendur klæðist hvítum buxum svo að blóðið úr bitum trylltra frettanna sjáist sem best.
Heimsmetið í buxnafrettu er fimm klukkustundir og 26 mínútur. Metti setti námumaðurinn Reginald Mellor frá Barnsley árið 1981, þá 66 ára gamall. Hann reyndi svo að bæta metið fimm árum síðar fyrir framan mikinn áhorfendaskara, en eftir aðeins fimm tíma voru flestir áhorfendurnir komnir með leiða á „sýningunni“ og byrjað var að taka niður sviðið sem hann stóð á, svo hann neyddist til að gefast upp.

 

Mellor var að eigin sögn „harmþrunginn“ eftir þessa ömurlegu lífsreynslu og hætti alfarið að stunda buxnafrettu. Buxnafretta er nú að mestu dottin upp fyrir og aðeins stunduð af sárafáum.