Gerenuk (Litocranius walleri) er antilóputegund sem býr í kjarrlendi og á sléttum Austur-Afríku, sérstaklega Sómalíu. Orðið gerenuk er úr sómalísku og ku þýða „háls eins og á gíraffa„. Það er einmitt helsta einkenni gerenuk-antilópunnar, hún er með sérlega langan háls. Hálsinn gerir henni kleyft að ná laufum af hærri trjám en aðrar antilópur — og gerenúkan bætir reyndar um betur og stendur á tveimur fótum í leiðinni.