Á árunum 1502 til 1866, lifðu 11,2 milljónir Afríkumanna af skelfilega ferð yfir Atlantshafið og urðu að þrælum í Nýja heiminum í óskiljanlega umfangsmiklum þrælaiðnaði Evrópuþjóðanna sem byggðu samfélög sín vestanhafs.

 

Samkvæmt bandaríska sagnfræðingnum David Eltis, sem er einn helsti sérfræðingur heims í sögu þrælahaldsins, lentu aðeins um 450 þúsund þessara Afríkumanna í Bandaríkjunum. Afgangurinn fór til landanna í Mið- og Suður-Ameríku og þar af heilar 4,8 milljónir manna til Brasilíu.

 

Í dag er í Brasilíu ein stærsta byggð fólks af afrískum uppruna í heiminum, 75 milljónir manna.

 

Hér er fyrir neðan er heimildarmynd Henry Louis Gates, Jr., fræðimanns hjá Harvard-háskóla. Í þessari mynd ferðast hann til Salvador de Bahia í Brasilíu, þar sem afrísk menning er enn mjög áberandi.

 

Myndin er einn kafli í þáttaröðinni Black in Latin America frá bandarísku sjónvarpsstöðinni PBS en í henni skoðar Henry Louis Gates samfélög svartra í Brasilíu, Kúbu, Dóminíska lýðveldinu, Haítí, Mexíkó og Perú.

 

„Hvað þýðir að vera „svartur“ í þessum löndum? Hver telst „svartur“ og undir hvaða kringumstæðum og samkvæmt hverjum, í þessum þjóðfélögum?“ spyr Gates.
Brasilía:

Þátturinn um Mexíkó og Perú:


Henry Louis Gates á Kúbu:

Dóminíska lýðveldið og Haítí: