Vídjó

Calle 13 frá Púertó Ríkó er ein vinsælasta hljómsveit Rómönsku Ameríku nú um stundir.

 

Nýjasta lag sveitarinnar heitir Latinoamérica og er óður til fólks af öllum kynþáttum í öllum löndum Ameríku. „Ég er Rómanska Ameríka, fótalaus þjóð sem gengur samt,“ rappar René Pérez Joglar, sem kallar sig Residente.

 

Myndbandið við lagið var kvikmyndað í Perú. Það hefst með kynningu á indíánamálinu quechua.

 

Perúska söngkonan Susana Baca syngur bakraddir í þessu lagi. Hún var nýlega skipuð menningarmálaráðherra, fyrst kvenna af afrísku bergi brotnu til að gegna ráðherraembætti í Perú, í ríkisstjórn Ollanta Humala, sem kosinn var forseti Perú á þessu ári. Susana Baca kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 2004.

 

Hinar söngkonurnar sem aðstoða Calle 13 í laginu eru Totó la Momposina frá Kólumbíu og hin brasilíska Maria Rita.