Vídjó

Fyrstu ár kvikmyndasögunnar var nær eingöngu notast við víðar tökur. Kannski hafa kvikmyndagerðarmennirnir haldið að minni fjarlægð við viðfangsefni myndavélarinnar myndi rugla áhorfandann í rýminu – enda flestir vanir leikhúsinu þar sem maður situr ákveðna fjarlægð frá sviðinu og kemst hvorki nær né fjær. Eða þeim kom einfaldlega ekki til hugar að færa myndavélina nær.

 

Loks tók Bretinn George Albert Smith (1864-1959) af skarið. Árið 1903 gerði hann kvikmyndina The Sick Kitten (Veiki kettlingurinn). Myndin er 35 sekúndna löng og í henni eru tvö börn í gervi fullorðna stumrandi yfir veikum kettlingi. Sjónsviðið er vítt fyrst um sinn en svo, eftir 15 sekúndur, er klippt yfir í nærmynd af öðru barninu gefa kettlingnum meðal með skeið. Kettlingurinn lepur meðalið með áfergju og 15 sekúndum síðar er klippt aftur í víðara skot af börnunum.

 

Í umsögn Bresku kvikmyndastofnunarinnar um myndina segir: „Milliatriðið kann að vera fyrsta skipti sem nærmynd var notuð einfaldlega til þess að beina athyglinni að atburðarás, í stað þess að líkja eftir sýn í gegnum stækkunargler eða smásjá.“

 

Nærmyndir skipa nú mikilvægan sess í flestum kvikmyndum og eigum við það George Albert Smith og veika kettlingnum að þakka.