Vídjó

Stálminnugt fólk sem horfði mikið á hryllingsmyndir á áttunda áratugnum man kannski eftir hryllingsmyndinni Crazy Fat Ethel (1975) sem í sumum útgáfum heitir reyndar Criminally Insane. Hún fjallaði um Ethel sem er geðfatlaður offitusjúklingur og matarfíkill.

 

Hún býr heima hjá ömmu sinni og skóflar upp í sig kynstrum af mat og sælgæti. Einn daginn læsir amman matarbúrinu og þá byrjar ballið. Ethel nær í beittan og stóran hníf og stingur ömmu sína í hjartastað. Og svo drepur hún pizzasendil með brotinni flösku.

 

Á milli blóðugra morðatriðanna eru langar senur þar sem Ethel étur á sig gat og starir út í tómið. Og á meðan rotnar líkið af ömmu gömlu í svefnherberginu.

 

Hér er stórkostleg upphafstónlist myndarinnar:

 

Vídjó